Hvað er Dekura?

Við hjálpum leigusölum að fá betri umsagnir, fleiri ánægða gesti og meiri tekjur á Airbnb.

Lesa meira um Dekura

Persónuleg þjónusta

Það skiptir ekki máli hvort við sjáum um þrif eða móttöku, við leggjum allt upp úr því að veita persónulega þjónustu umfram allt annað.

Við hugsum fram í tímann

Þegar við förum yfir íbúðir, þá skoðum við allt út frá sjónarhorni leigjandans. Við komum auga á hluti sem mega fara betur og bendum á þá hluti sem vantar eða mættu vera betri fyrir leigjandann.

Við leysum vandamál

Við þekkjum það af eigin raun að það koma upp ýmiskonar vandamál á milli leigjenda. Ef við sjáum eitthvað sem þarf að laga, þá lögum við það strax.

Við hjálpum þér

Þú og leigjendurnir þínir eru það mikilvægasta fyrir okkur. Við leggjum allt upp úr því að hjálpa þér og láta þér og leigjandanum þínum líða vel.

Sagan okkar

Við byrjuðum, eins og margir aðrir, á að leigja íbúðirnar okkar á Airbnb. Allt frá upphafi höfum við lagt við mikið upp úr því að leigjendurnir hafi aðgang að snyrtilegri og hreinni íbúð þar sem ekkert vantar og þeim líður eins og heima hjá sér.

Eftir langan og strangan dag hjá ferðamanninum er mikilvægt að honum líði vel þegar hann kemur í íbúðina á kvöldin.

 

  • Umsagnir Airbnb leigjenda 100%
  • Ánægja viðskiptavina 98%
  • Endurgreiðslur 0%

En afhverju að bjóða upp á þessa þjónustu?

Hafandi verið í leigubransanum í nokkur ár þá vitum við að það krefst mikillar vinnu, talsverðra fórna og töluverðar skipulagningar að halda úti slíkum rekstri. Maður þarf að vera til taks dag og nótt, hitta fólk á öllum tímum sólarhrings og gæta þess að íbúðinn sé hrein og í toppstandi þegar nýr leigjandi bankar upp á. Þess vegna bjóðum við upp á þessa sannkölluðu lúxusþjónustu þar sem eigandinn getur setið heima, kíkt upp í bústað eða farið snemma að sofa, án þess að hafa áhyggjur af neinu.

Afhverju ekki að sleppa við að fá lélegar umsagnir?

Við tókum eftir að margir voru að fá lélegar umsagnir á Airbnb á meðan við fengum eingöngu 5 stjörnu umsagnir. ,,Hvers vegna?” Við veltum vöngum yfir því og komumst að niðurstöðu. ,,Fólk hefur ekki tíma til að sinna leigendunum sem skyldi. Við höfum tíma og þekkingu, hví ekki að miðla henni til annarra?” Nú er komið að því og við bjóðum þér nýta þér þá þekkingu sem við höfum öðlast síðastliðin tvö ár.

Betri þjónustu!

Þannig að við stofnuðum Dekura, þjónstufyrirtæki sem hjálpar þér að fá fleiri viðskiptavini, betri umsagnir og meiri leigutekjur. Aðeins með því að passa upp á að allt í toppstandi fyrir næsta viðskiptavin. Við vitum hvað þarf til þess að leigutakinn fái sem mest út úr dvöl sinni hjá þér og tryggjum að allir skilji sáttir. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu, við sjáum um það.

Viltu að við hjálpum þér?

Já, ég vil panta þjónustu frá ykkur

Hverjir eru á bak við Dekura?

 

Við heitum báðir Davíð, annars vegar Davíð Karl Wiium og hins vegar Davíð Vilmundarsson. Við erum báðir lögfræðingar og rekum saman Dekura ásamt því að eiga og reka íbúðir í langtíma og skammtímaleigu. Þrátt fyrir að margt sameini okkur þá höfum við ólíkan bakgrunn og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem hefur komið að góðum notum í okkar samstarfi.

Davíð Vilmundarson hefur, um árabil, komið að stofnun og rekstri ýmissa fyrirtækja. Gert upp íbúðir og staðið að langtíma og skammtíma leigu þeirra.

Davíð Karl Wiium hefur um árabil starfað sem sölumaður fasteigna og hefur því góða tilfinningu fyrir öllu sem tengist fasteignum, staðsetningu og verðmæti þeirra.

Báðir höfum við mikla ástríðu og áhuga á öllu er viðkemur fasteignum, sölu þeirra og útleigu. Með drífandi metnaði nálgumst við öll þau verkefni sem við tökum að okkur af heilum hug og með það að markmiði að skara frammúr.